HD hefur áratuga reynslu í þjónustu við veitufyrirtæki landsins og er í dag leiðandi á Íslandi í hönnun, viðhaldi og endurbyggingu djúpdæla fyrir hitaveitur.
Við styðjum veitufyrirtæki með heildstæðum lausnum – frá djúpdælum og fráveitubúnaði til loka, lokadrifs og sívöktunar dælukerfa. Verkefnin eru unnin af sérfræðingum HD, sem tryggja öryggi, áreiðanleika og hámarksafköst búnaðarins.
Þjónusta okkar nær yfir allt ferlið: hönnun, framleiðslu, uppsetningu, reglubundið viðhald, ástandsmat og endurbyggingu.
Með djúpa þekkingu á krefjandi íslenskum aðstæðum tryggjum við langtímalausnir sem skila árangri og lægri rekstrarkostnaði.