HD hefur frá árinu 1998 verið traustur þjónustuaðili fyrir álver, stáliðjuver og aðra stóriðju á Íslandi.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði málmiðnaðar og véltækni, þar á meðal stálsmíði, vélaviðgerðir og sérhæfða tækniþjónustu.
Starfsstöðvar félagsins í Kópavogi, á Grundartanga, á Akureyri og á Eskifirði eru mannaðar reynslumiklu og hæfu fagfólki sem tryggir viðskiptavinum örugga og skilvirka lausn í krefjandi umhverfi stóriðjunnar.
Á síðustu árum hefur vöru- og þjónustuframboð HD til stóriðju verið stórlega eflt og víkkað. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir helstu þjónustu- og vöruflokka sem við bjóðum.