Starfsemi HD á Grundartanga hófst árið 2009 með byggingu fullbúins vélaverkstæðis og stálsmiðju, sem markaði upphafið að öflugri þjónustu við atvinnulíf á Vesturlandi – þar á meðal á Grundartanga, Akranesi, Borgarnesi og í nærsveitum.
Á Grundartanga starfar fjölbreyttur hópur sérhæfðra starfsmanna með mikla þekkingu á sviði tækni, málmsmíði, vélvirkjunar, tækniþjónustu og viðhaldi iðnaðarinnviða. Verkefni okkar spanna allt frá smíði og viðgerðum á vélbúnaði til uppsetninga, endurbóta og sérlausna fyrir stóriðju og aðrar iðngreinar.
Hér að neðan má sjá dæmi um þjónustu HD á Grundartanga. Upplýsingar um vöruflokka sem við bjóðum viðskiptavinum okkar er að finna undir flipanum Vörur.
Tæknisvið og verkstæði HD á Grundartanga hafa eftirfarandi opnunartíma:
07:30 – 15:30 mán-fim
07:30 – 14:00 fös