HD verður með í Skrúfudeginum sem fram fer í Tækniskólanum, laugardaginn 29. mars.
Skrúfudagurinn er árlegur kynningardagur nemenda í Véltækni- og Skipstjórnarskóla Tækniskólans og hefur skapað sér orðspor sem skemmtilegur og fræðandi viðburður fyrir unga sem aldna. Viðburðurinn er einnig sérstakur fyrir fyrrum nemendur skólans sem fá tækifæri til að taka þátt og rifja upp góðar minningar frá námsárunum.
Fulltrúar frá HD verða á staðnum til að kynna fyrirtækið og þau fjölbreyttu verkefni sem í boði eru tengd vélbúnaði, stálsmíði og tækniþjónustu. HD er spennandi vinnustaður sem býður upp á fjölbreytt verkefni og styður við framtíðar fagmenn með nemastyrkjum og tækifærum til að þróast í krefjandi og spennandi umhverfi.
Við viljum veita gestum tækifæri til að kynnast öflugu teymi HD þar sem fagmennska og framsækni fara saman!
Við vonumst til að hitta sem flesta og eiga góð samtöl um þau tækifæri sem HD hefur upp á að bjóða fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa við iðn- og tækniþjónustu.
Hvetjum alla áhugasama til að heilsa upp á okkur á Skrúfudeginum.
Ykkar þarfir
– okkar drifkraftur !
