Við erum stolt af því að vera enn á ný í hópi framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo árið 2025 – líkt og við höfum verið óslitið frá árinu 2017. Þessi viðurkenning staðfestir að HD hefur lánshæfiseinkunn í hæsta gæðaflokki, sem endurspeglar sterka rekstrarstöðu, áreiðanleika og ábyrga fjármálstjórn.
Að tilheyra hópi framúrskarandi fyrirtækja er viðurkenning sem aðeins fá íslensk fyrirtæki hljóta ár hvert. Hún undirstrikar traust, stöðugleika og fagmennsku í rekstri og styrkir stöðu HD sem áreiðanlegs samstarfsaðila og trausts vinnuveitanda.
„Við erum afar stolt af þessum árangri og lítum á hann sem staðfestingu á samstilltu átaki starfsfólks okkar við að byggja upp traust, gæði og fagmennsku í öllu sem við gerum. Við ætlum að halda áfram á sömu braut og standa okkur vel – bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk,“ segir Árni Rafn Gíslason, forstjóri HD ehf.
Við þökkum viðskiptavinum og samstarfsaðilum traustið – og hlökkum til að byggja áfram á þessum góða árangri.
HD hefur verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja frá 2017. Við erum stolt af traustum rekstri og frábæru starfsfólki.