HD heimsækir Aqua Nor

Aqua Nor, haldin í Þrándheimi dagana 19.–21.  2025, er stærsta alþjóðlega sýningin sem tileinkuð er tækni og nýjungum í fiskeldisiðnaði. Sýningin hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1979 og laðar að bæði smærri sérhæfða aðila og stærstu fyrirtæki heims á sviði sjókvíaeldis, landeldis, tækniþróunar, rannsókna og þjónustu.

Fulltrúar frá HD heimsækja sýninguna til að kynna sér nýjustu þróun og tækninýjungar í geiranum, hitta samstarfsaðila, ræða áskoranir og skoða hvernig við getum stutt enn betur við þarfir greinarinnar.

Fiskeldisiðnaðurinn hefur vaxið hratt á undanförnum árum, og á sama tíma hefur HD unnið markvisst að því að byggja upp og auka framboð sitt á lausnum og þjónustu fyrir greinina. Þessi uppbygging byggir annars vegar á árangursríku samstarfi okkar við fiskeldisfyrirtæki, sérstaklega á sviði landeldis, og hins vegar á djúpstæðri reynslu starfsmanna HD af því að þjónusta sjávarútveginn með fjölbreyttum lausnum.

Við getum þjónustað fiskeldið með ýmsum hætti:

  • Dælur og mótorar – fyrir flutning á sjó, vatni og lífmassa. Fiskimjölsbúnaður, lokar og lokadrif.
  • Sérsmíði í ryðfríu stáli – fyrir eldiskvíar, vinnslustöðvar og tengikerfi.
  • Ástandsgreining og sívöktun búnaðar –til að koma í veg fyrir óvænt stopp í vélbúnaði og bæta afköst.

Við sjáum mikil tækifæri í að dýpka tengslin við fiskeldisiðnaðinn og kynna þá þjónustu og lausnir sem HD hefur upp á að bjóða. Þjónustulund, sérsniðin nálgun og lausnamiðuð hugsun eru kjarninn í starfsemi HD, og við hlökkum til að miðla þeirri nálgun á Aqua Nor.

Viltu hitta okkur í Þrándheimi? Bókaðu fund hjá tolli@hd.is

Fiskeldið hefur vaxið hratt á síðustu árum og samhliða hefur HD byggt upp þjónustu og lausnir fyrir greinina.
Víðtæk reynsla HD sprettur af nánu samstarfi við fiskeldisfyrirtæki og traustri þekkingu á sjávarútvegi.

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.