Glæsilegt dagatal fyrir árið 2026

HD hefur gefið út dagatal fyrir árið 2026. Myndir dagatalsins eru teknar úr daglegri starfsemi HD – og eflaust munu einhverjir þekkja bæði andlit og verk sem þar koma fyrir.

Starfsmenn okkar munu hafa dagatölin með sér í heimsóknum til viðskiptavina á næstu vikum. Þar sem við náum þó ekki að heimsækja alla, bjóðum við bæði viðskiptavinum og velunnurum HD að panta sér eintak – eitt eða fleiri – og við sendum það án tafar.

Hægt er að panta með því að hafa samband við ykkar tengilið hjá HD eða senda beiðni með nafni og heimilisfangi á markadsmal@hd.is.

Við hlökkum til að deila dagatalinu með ykkur og þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Við vonum jafnframt að dagatalið prýði skrifborðið hjá ykkur og fylgi ykkur inn í spennandi verkefni nýs árs.

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.