Tæknimaður/kona á tæknisviði
Vegna mikilla anna og nýrra, spennandi verkefna leitum við að liðsfélaga til að styrkja öflugt teymi okkar á tæknisviði. Starfið felur í sér víðtæka þjónustu við viðskiptavini HD auk þess að sinna fjölbreyttum verkefnum á tæknisviði fyrirtækisins.
Hjá HD starfar samheldið teymi að fjölbreyttum verkefnum – allt frá hönnun og teiknivinnu til smíði og þjónustu fyrir viðskiptavini. Ef þú hefur áhuga á tækni og málmiðnaði, ert lausnamiðuð/lausnamiðaður og nýtur þess að takast á við nýjar áskoranir, þá viljum við heyra frá þér! Þú færð tækifæri til að vinna með frábæru fólki, taka þátt í fjölbreyttum verkefnum og þróast í starfi hjá traustu og framsæknu fyrirtæki.
Góð þekking á sviði málmiðnaðar er kostur – en við hvetjum einnig þá sem eru að stíga sín fyrstu skref til að sækja um!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti og þjónusta við viðskiptavini HD
- Verkefni á tæknisviði, s.s. hönnunar-, tækni- og teiknivinna
- Tilboðsgerð, eftirlit með verkefnum og verkefnastýring
- Uppbygging og viðhald viðskiptasambanda
- Heimsóknir til viðskiptavina
Menntunar- og hæfniskröfur
- Véltæknifræði, véliðnfræði- eða verkfræðimenntun. Vélstjórar sem uppfylla hæfniskröfur eru einnig hvattir til að sækja um.
- Góð reynsla og þekking á faginu æskileg en fólk með minni reynslu er einnig hvatt til að sækja um
- Iðnmenntun er mikill kostur
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Öguð vinnubrögð og gott skipulag
- Góð þekking á MS Office (Excel, Word og jafnvel MS project)
- Góð þekking á notkun AutoDesk teikni- og hönnunarforrita
- Gott vald á ensku, bæði töluðu og rituðu máli er mikill kostur
Um er að ræða fullt starf
Nánari upplýsingar veitir tæknistjóri, Arnar G. Guðmundsson, arnar@hd.is