Söluráðgjafi í búnaðarsölu

Ertu tækniþenkjandi með brennandi áhuga á ráðgjöf og sölu?

Við leitum að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi í starf ráðgjafa og sölumanns hjá Búnaðarsölu HD ehf. Ef þú hefur reynslu af tækni, átt auðvelt með mannleg samskipti og nýtur þess að leiðbeina viðskiptavinum í átt að réttri lausn – þá viljum við heyra frá þér.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Veita faglega ráðgjöf og þjónustu til viðskiptavina.
  • Kynna og selja vél- og rafbúnað og lausnir í samræmi við þarfir viðskiptavina.
  • Byggja upp og viðhalda sterkum viðskiptasamböndum.
  • Taka þátt í þróun söluaðferða og markaðsstarfi

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla á véla-/rafmagnssviði
  • Brennandi áhugi á sölumálum
  • Heiðarleiki, fagmennska og þjónustulund
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Jákvæðni og stundvísi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og færni til að vinna vel í teymi
  • Metnað, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Reynsla af sölustörfum er æskilegt
  • Þekking á dælu-, veitu- eða fiskeldisþjónustu er æskileg

Fríðindi í starfi

  • Samkeppnishæf laun og kjör
  • Góð starfsmannaaðstaða
  • Aðgangur að líkamsræktarsal og sauna
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Fjölskylduvænn vinnustaður

Upplýsingar veitir: Dusan Loki Markovic (dusan@hd.is), S: 560 3537

Fullt starf
Kópavogur
Umsóknarfrestur: 18.11.2025

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.