Fyrirtækið

HD er öflugt og traust þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í stálsmíði, vélbúnaði og tækniþjónustu. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 200 manns á sex starfsstöðvum; í Kópavogi, Mosfellsbæ, Akureyri, Straumsvík, Grundartanga og Eskifirði.

Starfsfólk HD býr yfir víðtækri reynslu og sérhæfðri þekkingu, sem gerir okkur kleift að veita áreiðanlega þjónustu og hámarka virði fyrir viðskiptavini.

Það er markmið félagsins að vera fyrsta val viðskiptavina þegar kemur að lausnum í vélbúnaði, tækni og stálsmíði.

 

Staðsetningar

Hver starfsstöð félagsins hefur tiltekna sérhæfingu í þjónustuframboði og jafnframt er tækjakostur hverrar starfsstöðvar sérsniðinn að þeirri þjónustu sem boðin er. Félagið hefur markað þá stefnu að hagnýta ávallt nýjustu tækni sem í boði er hverju sinni.

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.