HD hefur hlotið viðurkenningu frá HR Monitor sem eitt af leiðandi íslenskum fyrirtækjum sem uppfylla ströng skilyrði til að hljóta titilinn Mannauðshugsandi fyrirtæki 2025.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem HD hlýtur þessa viðurkenningu, en fyrirtækið hefur fengið hana síðustu árin, sem endurspeglar stöðuga og markvissa áherslu á mannauð og starfsánægju.
Til að hljóta þessa viðurkenningu þarf fyrirtæki að framkvæma mannauðsmælingar meðal allra starfsmanna í hverjum ársfjórðungi, á 12 mánaða tímabili. Þá þarf að upplýsa starfsmenn reglulega um niðurstöður mælinganna og árangur fyrirtækisins, auk þess að veita stjórnendum yfirsýn yfir árangur einstakra sviða, deilda og hópa.
Með þessu sýnir HD í verki að mannauður fyrirtækisins skiptir miklu máli og að stöðug eftirfylgni og samtal við starfsmenn sé mikilvægur hluti af framþróun fyrirtækisins.
„Mælingarnar eru liður í að gera gott fyrirtæki enn betra. Þær eru frábært verkfæri til að fá endurgjöf frá starfsfólki, og niðurstöðurnar nýtast okkur til að bæta starfsumhverfið og koma betur til móts við fólkið okkar, sem er lykillinn að okkar góða árangri,“ segir Elín Hlíf Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs.
Hjá HD starfar öflugt og samheldið teymi sem fyrirtækið er stolt af – fólk sem vinnur saman að því markmiði að skapa jákvætt og faglegt vinnuumhverfi þar sem hver og einn skiptir máli.
Elín Hlíf Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs: „Mannauðsmælingar gefa okkur reglulega endurgjöf frá starfsfólki og hjálpa til við að bæta starfsumhverfi og rekstur.“