HD er stoltur styrktaraðili ráðstefnunnar Lagarlíf, sem fram fer í Hörpu dagana 30. september og 1. október. Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir fiskeldisiðnaðinn á Íslandi og undirstrikar þá sívaxandi þýðingu sem fiskeldi hefur fyrir atvinnulíf og samfélag.
Auk fjölbreyttrar þjónustu á sviði vél- og stálsmíði hefur HD á undanförnum árum verið traustur samstarfsaðili í fiskeldi með fjölbreyttar dælulausnir fyrir vatn, sjó og lífmassa, hvort heldur sem um ræðir borholudælur eða yfirborðsdælur af ýmsu tagi. Með þessum lausnum tryggjum við örugga og hagkvæma vatnsflutninga sem eru lykilforsenda stöðugs og öruggs rekstrarumhverfis í landeldi.
HD býður einnig upp á heildstæða þjónustu, þar sem við tökum að okkur hönnun, framleiðslu, uppsetningu og viðhald lagnakerfa. Þá afhendum við og þjónustum fjölbreyttan búnað fyrir meðhöndlun hliðarafurða, þar á meðal hökkunardælur, hringrásakerfi, sýruskammtara, spjaldadælur og fiskimjölsbúnað.
Við sérhæfum okkur enn fremur í öflun búnaðar, uppsetningu og reglulegu viðhaldi á vatns- og sjókerfum. Þar að auki útvegum við fullbúin Oxymat súrefniskerfi og sjáum um uppsetningu þeirra.
Á ráðstefnunni verða sérfræðingar HD á sviði sívöktunar og ástandsgreiningar til taks með kynningu á lausnum sem gera kleift að fylgjast með ástandi vélbúnaðar í rauntíma. Með slíkum búnaði er hægt að bregðast hratt við frávikum og fyrirbyggja bilanir. Í fiskeldi er þetta sérstaklega mikilvægt, þar sem stöðugleiki og öryggi vélbúnaðar hefur bein áhrif á framleiðslu og velferð lífmassa.
HD býður upp á fjölbreyttar lausnir á sviði ástandsgreiningar – allt frá hagkvæmum grunnlausnum til háþróaðra kerfa. Lausnin er alltaf valin með hliðsjón af þörfum, kröfum og væntingum viðskiptavina.
Gestir ráðstefnunnar Lagarlífs eru velkomnir á bás okkar í Hörpu þar sem þeir geta kynnt sér þjónustu og lausnir HD nánar.
Ef þú hefur áhuga á nánari upplýsingum um þjónustu HD fyrir fiskeldi, hafðu samband við búnaðarsölu HD í síma 560 3630 eða með tölvupósti á sala@hd.is.
HD býður traustar dælulausnir, hannaðar fyrir krefjandi aðstæður á sjó og landi – hvort sem þarf að dæla sjó, slógi eða tæma tanka.
