Uppbygging í Svartsengi – í skugga eldgoss

HD hefur gegnt lykilhlutverki í sjöunda áfanga uppbyggingar orkuvers HS Orku í Svartsengi – einu stærsta orkuverkefni landsins um þessar mundir. Um er að ræða metnaðarfulla og krefjandi framkvæmd sem felur í sér um þriðjungs aflaukningu og verulegar endurbætur á heitavatnsframleiðslu.

Eins og fram hefur komið í fréttum hófst í nótt enn eitt eldgos í Sundhnúksgígaröðinni –það níunda í röðinni eða það tólfta frá því nýtt gostímabil hófst á Reykjanesskaga í mars 2021. Gosið telst ekki ógna innviðum og engin gasmengun mælist á verkstað sem stendur. Vinnan í Svartsengi heldur því áfram – nú með virkt eldgos í baksýn.

Eldgos eru ætíð mikilfengleg og minna okkur á dýrmætt og óútreiknanlegt samlífi við náttúruna. Það er með ólíkindum hversu fljótt slíkar náttúruhamfarir verða hluti af daglegu lífi þeirra sem starfa á svæðinu.

Samstarf HD og HS Orku hefur frá upphafi einkennst af trausti og fagmennsku, þrátt fyrir áskoranir sem náttúruöflin hafa skapað á síðustu misserum. Jarðhræringar hafa ítrekað kallað á tímabundnar rýmingar, en framkvæmdin hefur engu að síður haldið áfram af öryggi og festu.

Það er ljóst að samhent liðsheild og markviss samvinna skilar árangri – jafnvel við erfiðar og ófyrirsjáanlegar aðstæður. Við hjá HD erum stolt af okkar fólki og þeirri fagmennsku sem við sýnum í verki, dag eftir dag. 

Við höldum áfram að standa vaktina – með ábyrgð, fagmennsku og lausnamiðaða hugsun í forgrunni.

Með fagmennsku gegn náttúruöflunum – HD í eldlínunni í Svartsengi

Eldgos

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.