Í síðustu viku tókum við hjá HD á móti kennurunum Ana Etxeberria Aristegieta og Francisco Javier Izkierdo Iturrioz frá Don Bosco iðnskólanum í Errenteria á Norður-Spáni. Tilgangur heimsóknarinnar var að efla áframhaldandi samstarf skólans og HD um alþjóðlegt starfsnám fyrir nemendur í málm- og véltæknigreinum.
Í fyrra tókum við á móti fyrstu nemunum frá Don Bosco í þriggja mánaða starfsnám, sem gekk afar vel. Í vor komu svo tveir nýir nemar, tilbúnir að takast á við fjölbreytt verkefni á Íslandi. Við buðum Ana og Francisco í leiðsögn um aðstöðu og vinnuumhverfi HD, þar sem þau fengu góða innsýn í starfsemi fyrirtækisins og aðbúnað starfsfólks og gesta.
„Samstarfið hófst í gegnum tengsl okkar við Borgarholtsskóla og hefur þegar skilað sér í árangursríkum nemaskiptum. Við erum afar þakklát fyrir þetta frábæra samstarf við Don Bosco, sem hefur auðgað bæði okkur og nemana með dýrmætri reynslu. Við fögnum áframhaldandi samstarfi við Don Bosco og hlökkum til að fylgjast með fleiri nemum vaxa og þroskast í fjölbreyttu og alþjóðlegu starfsumhverfi HD,“ segir Elín Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs – og sjálfbærni hjá HD.
Ana og Francisco (í miðjunni) fá fræðandi leiðsögn hjá starfsfólki HD. Elín Hlíf Helgadóttir t.v. og Helgi Gústafsson t.h.

