Við stöndum vörð um rekstraröryggi orkuinnviða
HD tekur þátt í Samorkuþingi 2025, sem fer fram í Hofi á Akureyri dagana 22.–23. maí. Á þjónustu- og vörusýningu ráðstefnunnar munu sérfræðingar HD kynna þjónustuframboð sitt og ræða við gesti um lausnir framtíðarinnar í orku- og veitumálum.
Samorkuþing er stærsta ráðstefna landsins á sviði orku og veitna og er haldið á þriggja ára fresti. Í ár er gert ráð fyrir yfir 500 gestum og fjölbreyttri dagskrá að vanda.
HD tekur einnig virkan þátt í dagskrá þingsin. Árni Jakob Ólafsson, deildarstjóri virkjana, verður með erindi í aðaldagskrá; „Sjálfbærni í viðhalds- og viðbragðsgetu – lykilþáttur í rekstraröryggi orkuinnviða“. Jafnframt verður Símon Þór Hansen, tæknilegur ráðgjafi, með örerindi í sérstakri dagskrá sýnenda, þar sem hann fjallar um hvernig HD þjónustar hitaveitur með rekstraröryggi að leiðarljósi.
Við hvetjum gesti Samorkuþings til að líta við í bás HD, spjalla við sérfræðinga okkar og kynna sér hvernig við stöndum vörð um rekstraröryggi orkukerfa um allt land.
Við stöndum vörð um rekstraröryggi orkuinnviða Íslands
