Sax Dælur

Vaughan Chopper Pump er öflug miðflóttaaflsdæla með samþættu saxkerfi sem brýtur niður föst efni strax við inntakið, áður en þau komast að dæluhjólinu. Þetta dregur verulega úr hættu á stíflum og verndar bæði dæluna og búnaðinn sem á eftir kemur – sem skilar sér í áreiðanlegum rekstri og minni viðhaldskostnaði.

Dælan hentar sérlega vel fyrir fráveitukerfi, en er einnig fáanleg í útfærslu fyrir lensibrunna skipa, þar sem hún vinnur auðveldlega með efni eins og hausa, hryggi og spotta.

Einkaleyfisvarið skurðarblaðakerfi Vaughan er úr hita­meðhöndluðu steyptu stáli og hefur mikinn högg- og slitstyrk. Það saxar vandræðavaldandi efni eins og bleyjur, efnisbúta og snæri með mikilli nákvæmni og dregur verulega úr hættu á stíflum.

HD er umboðsaðili Vaughan Pumps á Íslandi og veitir faglega ráðgjöf um val og útfærslu fyrir fráveitur, skip og iðnað.

Tengiliðir

Oddsteinn Guðjónsson
Búnaðarsala
Sölumaður
Dusan Loki Markovic
Búnaðarsala
Sviðsstjóri búnaðarsala

Senda fyrirspurn

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.