Vélaverkstæði

Vélaverkstæðið veitir þjónustu við sjávarútveg og stóriðju. Verkstæðið hefur uppá að bjóða vélaupptektir, viðgerðir á dælum, gírum og öðrum vélbúnaði. Tækjabúnaður er sífellt í endurskoðun og endurnýjun.

Verkstjóri vélaverkstæðis
Bjarni Björgvin Vilhjálmsson
bjarnib@hd.is
M: 660 3641

Vélaupptektir

Starfsmenn HD hafa reynslu og kunnáttu í allsherjar vélaupptekktir á aðalvélum skipa sem og ljósavélum og rafölum. Niðursetning, viðhald og viðgerðir á öllum vélbúnaði skipa er þjónusta sem HD getur veitt með reynslumiklu fólki og fullkomnum tækjabúnaði.

Dæluviðgerðir

HD getur útvegað dælur frá ýmsum framleiðendum. Vélaverkstæði HD sér um samsetningu á nýjum dælum og upptektir á notuðum og slitnum dælum. 

Almenn vélavinna

Við þjónustum viðskiptavini með alla almenna vélavinnu, svo  sem upptektir og viðgerðir Allisson sjálfskiptinga. 

Öxul afrétting

Við bjóðum uppá þjónustu með Easy Laser. Starfmenn okkar hafa setið námskeið í höfuðstöðvum Easy Laser í Svíþjóð. Tækið er notað til þess að rétta af mótora við dælur, rafala við gíra og fleira.

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.